Fréttir

Sunnudagaskólinn og æskulýðsstarfið af stað á sunnudaginn kemur

Sunnudagaskólinn í Landakirkju, hefst í öllu sínu veldi á sunnudagsmorgun 10. september kl. 11:00. Sr. Guðmundur og Gísli Stefáns halda utan um fyrstu stund vetrarins sem verður uppfull af söng, gleði og ljúfum boðskap. Vetrarstarfið fer einnig af stað á sunnudaginn í æskulýðsstarfinu en fyrsti æskulýðsfundur vetrarins verður haldinn á sunnudagskvöldið kl. 20:00

2023-09-08T14:41:59+00:00 8. september 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn og æskulýðsstarfið af stað á sunnudaginn kemur

Aglow hefur göngu sína að nýju í safnaðarheimilinu

Miðvikudaginn 6. september nk. hefur Aglow aftur göngu sína, eftir sumarfrí, í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Viðburðurinn hefst kl. 19:30 með kaffi og samfélagi og fundurinn sjáfur kl. 20:00, en Aglow konur koma saman alla jafna fyrsta miðvikudag í mánuði. En hvað er Aglow? Aglow International er þverkirkjuleg hreyfing kristinna kvenna sem starfar í yfir [...]

2023-09-05T14:18:41+00:00 4. september 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aglow hefur göngu sína að nýju í safnaðarheimilinu

Sunnudagaskólinn hefst 10. september

Siðasta helgistund sumarsins fer fram á sunnudagsmorgun 3. september kl. 11. sr. Guðmundur Örn messar og Kitty Kovács leiðir kórinn. Næsta sunnudag 10. september hefst svo vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla kl. 11:00 og messu kl. 13:00 en fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar [...]

2023-09-02T17:52:42+00:00 2. september 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn hefst 10. september

Foreldramorgnar hefjast að nýju á fimmtudagsmorgun

Foreldramorgnar Landakirkju hefjast aftur á fimmtudaginn kemur kl. 10:00 og fara þeir fram vikulega í vetur líkt og undanfarin ár. Gengið er inn Skólavegsmegin í Safnaðarheimilið. Gott aðgengi er fyrir vagna.

2023-08-29T17:21:43+00:00 29. ágúst 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Foreldramorgnar hefjast að nýju á fimmtudagsmorgun

Sr. Magnús messar á sunnudagsmorgun

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana predikar í Landakirkju á sunnudagsmorgunin kemur, þann 20. ágúst. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács

2023-08-16T14:06:45+00:00 16. ágúst 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Magnús messar á sunnudagsmorgun

Myndasýning frá minningarstund um eldmessu

Undir meðfylgjandi tengli er að finna myndasýninguna frá kynningu Arnars Sigurmundssonar mánudaginn 29. maí sl, annan í hvítasunnu. Þar fór Arnar yfir gostímann í Landakirkju og kirkjugarði Vestmannaeyja, eldmessuna og uppgröftinn að gosi loknu. Þetta var gert í samstarfi við Sagnheima og í tilefni af því að 50 ár eru frá upphafi og lokum eldgoss [...]

2023-06-02T16:26:26+00:00 2. júní 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Myndasýning frá minningarstund um eldmessu

Dagskrá Landakirkju í myndum

Í dag var haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973. Flutt voru blessunarorð og tónlist auk þess var sýnd 10 mínútna upptaka Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar sóknarprests í Landakirkju að kvöldi 22. mars 1973. Að lokinni athöfn [...]

2023-05-31T10:38:51+00:00 31. maí 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju í myndum

Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973 

Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins á Heimaey 1973 verður haldin athöfn í Landakirkju, kirkjugarðinum og safnaðarheimilinu, annan í hvítasunnu, mánudaginn 29. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.00 í Landakirkju þar sem flutt verða blessunarorð og tónlist ásamt 10 mínútna upptöku Ríkisútvarpsins frá svokallaðri eldmessu Þorsteins Lúthers Jónssonar [...]

2023-05-23T13:04:06+00:00 23. maí 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Landakirkja og eldgosið á Heimaey 1973 

Kórinn eldri borgara og vöfflukaffi á uppstigningardag

Við tökum uppstigningardag snemma í Landakirkja á fimmtudaginn nk. 18. maí en dagurinn er einnig messudagur eldri borgara. Messa hefst kl. 11:00 og mun kór eldri borgara undir stjórn Lalla syngja undir messunni sem sr. Viðar leiðir. Að lokinni athöfn býður Kvenfélag Landakirkju til vöfflukaffis.

2023-05-16T13:34:30+00:00 16. maí 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kórinn eldri borgara og vöfflukaffi á uppstigningardag

Gleðifréttir Litlu lærisveinanna loksins komnar á streymisveitur

Árið 1998 kom út hljómplata á vegum Landakirkju með lögum Helgu Jónsdóttur í flutningi Litlu lærisveina Landakirkju. Á plötunni er að finna fjölda laga sem heyrast hafa í sunnudagaskólum landsins í gegnum tíðina og má þar helst nefna Regnbogann sem flestir þekkja. Nú hefur þessari ágætu plötu verið komið á stafrænt form og er hún [...]

2023-05-10T09:30:31+00:00 10. maí 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gleðifréttir Litlu lærisveinanna loksins komnar á streymisveitur

Vorhátíð og plokkað á sunnudag í Landakirkju

Árleg vorhátíð Landakirkju fer fram á sunnudaginn kemur og ætlum við að steypa henni saman við stóra plokkdaginn sem fer einnig fram á sunnudag. Við hefjum daginn á barnaguðsþjónustu þar sem, Sunday School Part Band stígur á stokk. Að henni lokinni förum við út og plokkum í kringum kirkju og í kirkjugarði. Sóknarnefnd Landakirkju býður [...]

2023-04-26T13:48:05+00:00 27. apríl 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð og plokkað á sunnudag í Landakirkju

Páskadagskrá Landakirkju 2023

Skírdagur Kl. 13:30 – Altarisganga á Hraunbúðum Kl. 20:00 – Guðsþjónusta. Altarisgangan í öndvegi og afskrýðing altaris í lok athafnar Föstudagurinn langi Kl. 13:00 – Guðsþjónusta – Píslarsagan lesin Páskadagur Kl. 8:00 – Hátíðarguðsþjónusta. Morgunverður í boði sóknarnefndar að henni lokinni Kl. 10:30 – Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum

2023-04-04T09:39:05+00:00 4. apríl 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagskrá Landakirkju 2023

Sorgarhópur Landakirkju hefur göngu sína á ný

Á morgun kl. 18:00 er opinn kynningarfundur í safnaðarheimilinu fyrir sorgarhóp sem verður næstu vikurnar. Vera Björk Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur og sr. Viðar Stefánsson munu leiða starf hópsins og verða einnig með fræðsluerindi um sorgina og hennar mörgu andlit. Allir eru velkomnir á kynningarfundinn, hver svo sem sorgin er eða hversu lengi hún hefur varið

2023-02-21T14:32:59+00:00 21. febrúar 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sorgarhópur Landakirkju hefur göngu sína á ný

Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs 19. febrúar

Sunnudaginn 19. febrúar 2023 verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 13.00. Dagskrá fundar: - Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju

2023-01-30T11:43:14+00:00 30. janúar 2023|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalsafnaðarfundur Landakirkju og Kirkjugarðs 19. febrúar

Jólaball Landakirkju fimmtudag 29. desember

Landakirkja býður bæjarbúum á árlegt jólaball sitt fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 16:00. Tríó Þóris Ólafssonar ásamt gestum leikur létt jólalög á meðan dansað er í kringum tréð í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Landakirkju hellir upp á og býður ungum sem öldum upp á létt góðgæti.

2022-12-28T10:41:04+00:00 28. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólaball Landakirkju fimmtudag 29. desember

Dagskrá Landakirkju á jólum

Jólin verða með hefðbundnu sniði í Landakirkju utan smávægilegra breytinga um áramót. Dagskráin hefst á aðfangadag með bænastund í kirkjugarðinum kl. 14:00, aftamsöngur er svo kl 18:oo og miðnæturmessa kl. 23:30. Lúðrasveitin blæs svo inn jólin á jóladag í Guðsþjónustu sem hefst kl. 14:00, Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30. Annan í jólum fer Hátíðarguðsþjónusta fram [...]

2022-12-22T16:29:31+00:00 22. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju á jólum

Helgileikur 6. bekkjar á fjórða í aðventu

Við fögnum fjórða sunnudegi í aðventu í Landakirkju kl. 11:00 en þá mun 6. bekkur flytja okkur Helgileikinn um fæðingu frelsarans. Utanumhald og leikstjórn er í höndum kennara 6. bekkjar og tónlistarstjórn er í höndum Jarls Sigurgeirssonar. Þetta er eina guðsþjónusta dagsins. Næst verður messað á aðfangadag kl. 18:00 eins og endranær.

2022-12-16T15:12:06+00:00 16. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur 6. bekkjar á fjórða í aðventu

Jólatónleikar Kórs Landakirkju á miðvikudagskvöld

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fara fram miðvikudagskvöldið 14. desember kl. 20:00. Öllu verður til tjaldað en tónleikarnir verða tvískiptir líkt og áður.  Fyrri hlutinn fer fram í safnaðarheimilinu og sá síðari í Landakirkju. Kitty Kovács stýrir kórnum og leikur á píanó og orgel og Gissur Páll Gissurarson syngur einsöng. Lofað er góðri skemmtun og e.t.v. [...]

2022-12-13T10:42:17+00:00 10. desember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatónleikar Kórs Landakirkju á miðvikudagskvöld

Styrktarsjóður Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjaðir að taka við umsóknum um aðstoð.  Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum, sem hefur gert það að verkum að þau sem [...]

2022-11-30T11:29:42+00:00 30. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Styrktarsjóður Landakirkju

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag

Sunnudaginn 20. nóvember er minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Af því tilefni verður Guðsþjónusta dagsins í Landakirkju helguð þessu málefni. Fólk er hvatt til að leiða hugann að fórnfúsu og óeigingjörnu starfi viðbragðsaðila og þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni. Beðið verður sérstaklega fyrir fórnarlömbum umferðarslysa og við munum hlusta á frásögn fulltrúa viðbragðsaðila [...]

2022-11-18T10:56:52+00:00 18. nóvember 2022|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa á sunnudag
Go to Top