Tímasetningar á fræðslutímunum veturinn 2020 – 2021

Þriðjudaga, kl. 12.40, 13.50 og 14.30
Miðvikudaga, kl. 13.50 og 14.30

Hver og einn mætir í einn tíma á viku eftir því hvaða tímasetning hentar best.

Fræðslugjaldið

Gjald er greitt fyrir hvert fermingarbarn vegna fermingarfræðslu til þeirra presta sem annast fræðsluna. Upphæðin er kr. 21.194,- fyrir heilan vetur. Til að létta undir getur fólk greitt gjaldið í áföngum, og haft samband við sr. Guðmund Örn. Ef eitthvað er óljóst eða ef erfiðleikar eru með greiðsluna er um að gera að hafa samband við prest í síma sr. Guðmundar Arnar 848 1899.

Rétt er að geta þess að þetta gjald er samkvæmt gjaldskrá fyrir aukaverk presta sem innanríkisráðherra setur og gildir fyrir alla presta þjóðkirkjunnar. Þetta gjald er því ekki viðmiðunargjald. Þess má geta að þegar að fermingardeginum kemur er greitt sérstaklega fyrir fermingarkirtil til Kvenfélags Landakirkju, kr. 1.500,-. Hvað fermingarmótið varðar er það niðurgreitt af Ofanleitissókn og héraðssjóði Suðurprófastsdæmis.

Almennt

Hvert fermingarbarn mætir einu sinni í viku í fræðslutíma og velur þann tíma sem hentar best. Að jafnaði er lesin ein opna í bókinni „Con Dios“ í hverri viku.
Auk þess mæta fermingarbörnin reglulega í messur í vetur, sem flestar eru kl. 14 á sunnudögum, sækja fermingarmót og taka að sér að lesa upp úr Heilagri Ritningu í einni messu í vetur. Þau aðstoða einnig við barnaguðsþjónustu og taka þá m.a. að sér að flytja brúðuleikrit og fleira.

Fermingarmót í nóvember

Stefnt er á að halda fermingarmót í nóvember. Frekari upplýsingar um fermingarmótið koma hér inn á næstu dögum.