Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag

//Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag

Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag

Glatt verður á hjalla í Landakirkju á sunnudag kl. 11:00. Sr. Kristján Björnsson fyrrverandi sóknarprestur okkar Eyjamanna mun flytja hugvekju dagsins en sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari. Hin ástsæla hljómsveit Jakkalakkar mun annast hljóðfæraleik og söng í fjarveru Kórs Landakirkju sem er á ferðalagi.  Að sjálfsögðu er öllum frjálst að syngja með og efla þar með söngvandann í sjálfum sér.

2017-06-15T12:00:11+00:00 15. júní 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag